Elínrós skólastjóri Ölduselsskóla

Elínrós Benediktsdóttir skólastjóri.

Elínrós Benediktsdóttir hefur verið ráðinn skólastjóri Ölduselsskóla. Elínrós hefur starfað við Ölduselsskóla um langa hríð og sinnt skólastjórn frá liðnu hausti. 

Hún lauk B.Ed. prófi árið 2001 og M.A. námi í mannauðsstjórnun árið 2016. Rætt var við Elínrósu í desemberblaði Breiðholtsblaðsins á liðnu ári. Um það bil 510 nemendur stunda nám við skólann og starfsmenn eru er um 80 talsins.

You may also like...