Spiluðu við Seltjörn

Íbúar og starfsfólk á Seltjörn hlíða á blásarana.

Blásarahópur Sinfóníuhljómsveitar Íslands mætti við hjúkrunarheimilið Seltjörn 12. maí sl. og flutti nokkur vel valin lög fyrir heimilisfólkið og dagdeildina Sæból. 

Heimsóknin var öllum til mikillar gleði og ánægju. Kærkomið og mikið þakklæti í hjörtum viðstaddra. Verkefni Blásarahópsins nefnist “Spilað á torgum” sem fleiri heimili fengu að njóta.

You may also like...