Alls tóku 38 þátt í kvennagöngunni

Lagt af stað í kvennagöngu ÍSÍ.

Alls tóku 38 konur frá Seltjörn þátt í Kvennagöngu ÍSÍ. Gangan fór vel af stað en þetta er í fyrsta skipti sem hún er haldin á Seltjörn. Það voru 25 konur sem búa á Seltjörn og úr dagdvölinni Sæból sem tóku þátt, ásamt fjórum aðstandendum og níu starfsmönnum.

Það var glaður hópur kvenna sem lagði af stað, en gengið var annars vegar stuttur hringur og hins vegar langur hringur. Á undan hafði verið skemmtilegur undirbúningur m.a. blásnar upp blöðrur og gangurinn skreyttur. Karlarnir létu sig ekki vanta og tóku vel á móti okkur og nafnarnir Kjartan Ólafsson og Kjartan Blöndal veittu konunum viðurkenningarskjal ÍSÍ fyrir þátttökuna. Það skal tekið fram að í hópnum voru tvær konur sem trónuðu toppinn sem aldursforsetar þ.e. Fanney Ófeigsdóttir sem verður 100 ára í ágúst n.k. og Björg Ólafsdóttir sem nýlega er orðin 99 ára.

You may also like...