Skyggnst inn í gamla tíma

Eldra fólkið naut þess að fara áratugi aftur í tímann.

Íbúum á Seltjörn og Dagdeildinni Sæbóli var boðið að heimsækja Lyfjafræðisafn Íslands 30. júní og síðar í Nesstofu 8. júlí sl.

Hér fékk fólk að skyggnast inn í gamla tíma og skoða meðal annars Iðunnar apótek og gamla landlæknasetrið. Það er gott að eiga góða nágranna og erum við gestgjöfum okkar þakklát fyrir góðar móttökur. Fengum aðstoð frá hóp ungmenna úr vinnuskólanum, flottir fylgdarmenn og konur gerðu okkur kleift að njóta þessa heimsókna enn betur. Bestu þakkir til þeirra.

Iðunnarapótek. Svona var umhorfs í apótekum fyrir einni öld og jafnvel síðar. Lyf voru geymd í glösum í hillum og síðan viktuð og jafnvel blönduð í tiltekna skammta fyrir viðskiptavinina.

You may also like...