Bjarna Pálssonar minnst á Seltjarnarnesi

Þess var minnst á Seltjarnarnesi sunnudaginn 19. maí að 300 ár voru liðin frá fæðingu Bjarna Pálssonar landlæknis. Hann fæddist 12. maí árið 1719. Bjarni lét byggja Nesstofu og bjó þar í 16 ár. Hann lagði grunn að þeirri heilbrigðisþjónustu sem við njótum í dag. 

Séra Bjarni Þór Bjarnason, N.N., Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og Alma Möller landlæknir.

Alma D. Möller landlæknir og Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir lögðu blómsveig að minnismerkinu um Bjarna Pálsson í Nesi kl. 9.30 árdegis og séra Bjarni Þór Bjarnason sagði nokkur orð um Bjarna Pálsson. Fræðslumorgun var haldinn á neðri hæð Seltjarnarneskirkju kl. 10. Ágúst Einarsson, prófessor emeritus, flutti afar merkilegan og vandaðan fyrirlestur um brautryðjandann Bjarna Pálsson, landlækni.  Guðsþjónusta hófst í Seltjarnarneskirkju kl. 11. Ræðu dagsins flutti Alma D. Möller. Sóknarprestur þjónaði fyrir altari. Viðar Hjartarson, læknir, las ritningarlestur og Erlingur Þorsteinsson las einnig ritningarlestur, en hann er afkomandi Bjarna Pálssonar. Seltjarnarnessókn bauð síðan öllum viðstöddum upp á veitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu. 

Alma Möller landlæknir flutti ræðu dagsins í Seltjarnarneskirkju.
Ágúst Einarsson flutti fyrirlestur um Bjarna Pálsson.

You may also like...