Fjarlægðir vegna slæmrar umgengni

Á myndinni má sjá hvernig fólk hefur umgengist gámana sem áttu að vera öllum til þæginda.

Ruslagámar eða svokallaðir grenndargámar sem komið var fyrir á sínum tíma við verslunarmiðstöðina Eiðistorg hafa verið fjarlægðir.

Ákvörðun um að fjarlægja gámana var tekin vegna þess hversu umgengni við þá hefur verið slæm. Fólk hefur hent rusli á planið í kringum gámana þannig að stundum hafa þeir verið nánast umkringdir ýmiskonar úrgangi og rusli. Þarna er á ferð ólíðandi sóðaskapur og engum til sóma, hvorki íbúum eða bæjarfélaginu. Íbúum á svæðinu hefur verið bent á að nýta sér endurvinnslustöð Sorpu á Grandagarði í staðinn. Fyrir nokkru var tekin ákvörðun um að fjarlægja gámana. Hugsunin að baki gámunum var til þæginda væri fyrir íbúa á svæðinu til að flokka rusl og geta losað sig við rusl á auðveldan hátt í nágrenninu.

You may also like...