Íþróttakona og íþróttamaður KR

Þórey Ísafold Magnúsdóttir, Kennie Chopart og Lúðvík Georgsson formaður KR.

Íþróttakona og íþróttamaður KR voru valin á aðalfundi félagsins sem fram fór í félagsheimili KR í lok apríl. 

Íþróttakona KR er Þórey Ísafold Magnúsdóttir sundkona. Þórey keppti á Norðurlandameistara­mótinu í Svíþjóð og náði þar 2. sæti í 100m bringu­sundi. Setti íslandsmet í 100m flugsundi í flokki fatlaðra á bikarmóti SSÍ.

Íþróttamaður KR er Kennie Chopart knattspyrnumaður. Kennie hefur verið einn af máttarstólpum karlaliðs KR í fótbolta síðastliðin ár og var valinn besti leikmaður liðsins tímabilið 2021 þegar liðið endaði í 3. Sæti Pepsi  Max deildarinnar og tryggði sér þar með Evrópusæti.

You may also like...