Nýjar lúxusíbúðir á hafnarsvæðinu

Einhverjar dýrustu íbúðir hér á landi eru komnar í sölu eða eru að koma í sölu við Austurhöfn í Reykjavík. Hluti þeirra er í húsnæði á milli Hörpu og Marriotthótelsins en einnig í götum í nágrenninu. Hafnarsvæðið hefur tekið miklum breytingum á undangörnum árum með þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað. Á myndinni má sjá hvernig svæðið kemur til með að líta út fullfrágengið.

Um 70 nýjar lúxusíbúðir eru komnar til sölu við Bryggjugötu, Geirsgötu og göngugötuna Reykjastræti. Sambærilegur fjöldi lúxusíbúða hefur ekki komið á markað frá því að svörtu blokkirnar í Skuggahverfi voru byggðar.  

Um er að ræða einhverjar dýrustu íbúðir og jafnvel aldýrustu sem settar hafa verið á markað hér á landi. Fermetraverð í dýrari íbúðunum er á bilinu ein til ein og ríflega ein og hálf milljón króna sem er verð sem ekki hefur sést áður á fasteignamarkaði. Áætlað er að selja um 180 fermetra íbúð með tveimur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum á um 255 milljónir króna. Íbúðir á efstu hæðum í nýju fjölbýlishúsunum í miðborginni eru stærri. Við Bryggjugötu 4 er um 350 fermetrar íbúð og má því búast við töluvert hærra verði en á íbúð sem nú er boðin til sölu á 345 milljónir króna. Hluti íbúðanna eru í stórhýsi við Bryggjugötu á milli Hörpu og Marriotthótel byggingarinnar. Athygli vekur að enn stærri íbúðir verða á sjöttu hæð og á eftir að verðleggja þær. Verðið á þeim ætti því að verða mun hærra. Fjölmargar íbúðir eru verðlagðar á rúmlega tvö hundruð milljónir og einnig á bilinu 100 til 200 milljónir. Ódýrasta eignin er 59 milljónir og er hún fimmtíu fermetrar að stærð. Kynningu á íbúðunum og verðlista yfir þær íbúðir sem eru til sölu má sjá á vef Austurhafnar.

Um er að ræða einhverjar dýrustu íbúðir og jafnvel aldýrustu sem settar hafa verið á markað hér á landi.

You may also like...