Knatthús verður byggt á KR svæðinu

– mun gerbreyta allri aðstöðu til íþrótta –

Meðfylgjandi mynd er klippt úr tillögu að breyttu deiliskipulagi, en ljóst er að endurskoða þarf deiliskipulagið ef ráðist verður í byggingu fjölnotahússins innan tíðar.

Ákveðið hefur verið að byggja fjölnota knatthúss á íþróttasvæði KR í vesturbæ Reykjavíkur. Tillaga að deiliskipulagi sem verið hefur til umræðu síðustu misserin gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja og íbúða á KR svæðinu. KR hefur lagt mikla áherslu á fjölnotahúsið og nú hefur borgarráð samþykkt að taka málið til umfjöllunar.

Undanfarin ár hefur KR átt í viðræðum og samstarfi við Reykjavíkurborg um uppbyggingu íþróttamannvirkja á KR svæðinu með það að markmiði að bæta aðstöðu félagsins til íþrótta- og félagsstarfs. Nú sér fyrir endann á fyrsta hluta þeirrar vinnu. Á þessu ári var ráðist í vinnu við að skilgreina og forgangsraða uppbyggingu íþróttamannvirkja á höfuðborgarsvæðinu og raðaðist fjölnota knatthúss á KR svæðinu hátt í þeirri þarfagreiningu. Borgarráð samþykkti að ganga til viðræðanna við KR á grundvelli fyrri yfirlýsinga KR og borgarinnar. Ljóst er að með tilkomu nýs fjölnota knatthúss á KR svæðinu verður gerbylting í allri íþróttaaðstöðu KR inga. Snæ arkitektar og ASK arkitektar eru að vinna deiliskipulagið fyrir KR.

You may also like...