Davíð Helgason keypti dýrasta einbýlishús landsins

Sundlaug, sjávarsýn og ýmis önnur þægindum eru í húsinu við Hrólfsskálavör 2.

Davíð Helgason, bróðir Egils Helgasonar fjölmiðlamanns hefur keypt húsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi. Davíð er einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity og hefur starfað mikið erlendis á þess vegum á undanförnum árum.

Húsið var áður í eigu Skúla Mogensen stofnanda og forstjóra WOW air en var upphaflega byggt af Eiríki Sigurðssyni kaupmanni sem kenndur er við verslanirnar 10 – 11. Húsið komst í eigu Arionbanki eftir fall WOW air en Skúli hafði veðsett það vegna fjármögnunar WOW þegar félagið réri lífróður. Kaupverð hússins mun á sjötta hundrað milljónir króna. Húsið er um 600 fermetrar og er hannað af Steve Christer og Margréti Harðardóttur hjá Studio Granda og er fasteignamat þess 261 milljón króna.

You may also like...