Athugasemdir til umfjöllunar í borgarkerfinu

Tölvumynd af nýrri íbúðabyggð í Skerjafirði vestan Reykjavíkurflugvallar.

Skipulag fyrsta áfanga nýbygginga í Skerjafirði gerir ráð fyrir uppbyggingu um 670 íbúða. Einnig leikskóla, grunnskóla, bílageymsluhúsi, verslun, þjónustu og útivistarsvæðum. 

Samgöngutengingar við hverfið verða frá Einarsnesi í vestri og um nýja vegtengingu í austri sem nær suður fyrir Reykjavíkurflugvöll. Austari vegtenging er einungis ætluð almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi vegfarendum, og tengist inn á aðliggjandi deiliskipulagi fyrir brú yfir Fossvog. Athugasemdafrestur rann út nú í nóvember og eru þær nú til umfjöllunar í borgarkerfinu. Höfundar deiliskipulags eru ASK arkitektar, Landslag og Efla verkfræðistofa.

Í umfjöllun Vesturbæjarblaðsins í nóvember var greint frá athugasemdum sem borist hafa vegna auglýsingar deiliskipulags fyrsta áfanga Nýs Skerjafjarðar. Fyrir mistök var birt röng mynd af tillögunni með greininni og er rétt mynd birt hér að ofan.

You may also like...