Breiðholtið með flestar hugmyndir

Nýtt hreysti- og klifursvæði nálægt Breiðholtslaug er á meðal hugmynda í söfnunina Hverfið mitt.

Breiðholtið hefur vinningin þegar um tillögur í  hugmyndasöfnun Hverfið mitt 2020. Hugmyndasöfnunin er nú haldin níunda árið í röð og hefur gengið vel sem af er. Mikil aðsókn hefur verið á vefinn hverfidmitt.is en alls hafa 55.000 manns heimsótt vefinn og 7.720 hafa skráð sig þar inn og tekið beinan þátt í innsendingu og mótun á 936 hugmyndum.  

Þegar hugmyndasöfnuninni var að ljúka varð ljóst að flestar hugmyndir komu úr Breiðholti þaðan sem komnar voru 139 hugmyndir. Fast á hæla Breiðholts kemur Háaleiti-Bústaðir með 131 hugmynd og í þriðja sæti er Grafarvogur með 117 hugmyndir. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd koma svo Laugardalur og Árbær með liðlega eitthundrað hugmyndir hvort hverfi. Ein af þeim hugmyndum sem komu úr Breiðholtinu var sett yrði upp nýtt hreysti- og klifursvæði nálægt Breiðholtslaug.

You may also like...