Breyting á deiliskipulagi auglýst

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar og Gestur Ólafsson formaður dómnefndar með verðlaunahöfum í hönnunarsamkeppninni.

Undirbúningur er hafinn að byggingu nýs leikskóla á Seltjarnarnesi. Liður í því er að Seltjarnarnesbær hefur kynnt tillögu á vinnslustigi um breytingu á aðalskipulagi vegna byggingar leikskóla við Suðurströnd á vef sínum.  

Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar ákvað árið 2017 að skipa starfshóp til að skoða og koma með tillögur að því með hvaða hætti því markmiði bæjarstjórnar verði náð að taka inn börn frá 12 mánaða aldri í leikskóla bæjarins. Starfshópurinn skoðaði ýmsar leiðir til að mæta þörf fyrir allt að 300 leikskólapláss frá árinu 2022.

Niðurstaða starfshópsins var að leggja til byggingu á nýjum leikskóla og sameina um leið alla starfsemi leikskólans í einni starfsstöð. Bæjarráð lagði til á fundi í júlí 2018 að staðarval nýs leikskóla verði á núverandi svæði leikskólans, ásamt svæði sem gengið hefur undir nafninu Ráðhúsreitur. 

Hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla fór fram á árinu. Alls bárust 27 tillögur frá innlendum og erlendum arkitektum. Tillaga Andrúm arkitekta nefnist Undrabrekka en höfundar hennar eru arkitektarnir Haraldur Örn Jónsson, Hjörtur Hannesson og Kristján Garðarsson.  

You may also like...