Stórasel fær upprunalega mynd

Þannig lítur Stórasel út að lokinni endurbyggingu.

Endurbygging Stórasels við Holtsgötu er á lokametrum. Stórasel er eini tvöfaldi eða tveggja bursta steinbærinn sem eftir er í Reykjavík. Gert var ráð fyrir að tap yrði á verkefninu um 20 milljónir króna. Áformað er að selja húsið á almennum markaði að endurbyggingu lokinni. Jafnan er gert ráð fyrir nokkru tapi þegar Minjavernd tekur að sér að endurgera söguleg mannvirki.

Bærinn Stórasel var byggður í tveimur áföngum árin 1884 og 1893 en áður hafði þar staðið torfbær um margra alda skeið. Ákvörðun var tekin að hefja endurgerð á húsinu árið 2014 þegar gerður var rammasamningur við Reykjavíkurborg sem tók meðal annars til þessa húss. Stórasel var orðið afar hrörlegt auk þess sem ýmsar viðbyggingar skutu mjög skökku við byggingarlag þess og sögu. Verkið hófs 2015 og síðan fóru fram fornleifarannsóknir á svæðinu. Lokið er endurgerð að ytra byrði og búið að endurhlaða þá steinveggi sem endurhlaðnir verða og er nú unnið að undirbúningi panelklæðningar innandyra. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í maí n.k.

Stórasel eins og það leit út eftir byggingu. Margt hefur breyst í umhverfinu á þeim tíma sem bærinn hefur staðið.

You may also like...