Um 330 íbúðir munu rísa á Héðinsreit

Fyrirhuguð byggð við Héðinsreit.

Allt að 330 nýjar íbúðir munu rísa á Héðinsreit sem afmarkast af Ánanaustum, Vesturgötu og Mýrargötu. 

Framkvæmdir við byggingu á Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur eru hafnar. Það eru fasteignaþróunarfélögin Festir og Spilda sem standa að þessum verkefnum. Á vegum Festi er verið að undirbúa byggingu 228 íbúða og Spilda er að hefja uppbyggingu á 102 íbúðum. Þetta eru einkum smærri íbúðir að meðalstærð undir 70 fermetrum. Íbúðir sem eiga að henta mjög fjölbreyttum hópi fólks, hvort sem það er ungt fólk sem er að koma sér inn á markaðinn eða fólk sem er að minnka við sig. Á liðnu ári hófst bygging 1.174 íbúða samkvæmt tölum byggingafulltrúa. Í samanburði hófst bygging 1.417 íbúða á árinu 2018 sem var metár í sögu íbúðauppbyggingar í borginni.

Séð yfir Héðinsreit sem dregur nafn af Vélsmiðjunni Héðni sem lengi var í Héðinshúsinu við Seljaveg.

You may also like...