Tengiliðir taka til starfa
Tengiliðir þjóða-, mál- og menningarhópa í Breiðholti hafa tekið að sér hlutverk í tengslum við verkefnið ,,Frístundir í Breiðholti“.
Nú er nú unnið að því að finna tengiliði sem hafa það hlutverk að miðla upplýsingum um íþrótta- og frístundastarf og aðra þjónustu sem veitt er í hverfinu til sinna hópum á viðkomandi tungumáli. Á myndinni að ofan eru fimm tengiliðir sem allir hafa mismunandi bakgrunn og hafa tekið að sér þetta mikilvæga hlutverk í samstarfi við starfsfólk Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.