Ítalskt í Ráðagerði

Áætlað er að  opna veit­ingastað í Ráðagerði á Seltjarn­ar­nesi í sum­ar.

Gísli Björnsson veitingamaður áformar ásamt félögum sínum, þeim Jóni Ágústi Hreinssyni og Viktori Má Kristjánssyni, að opna veitingastað í Ráðagerði á Seltjarnarnesi í sumar. Hann segir að þeir félagar hafi lengi unnið saman, séu vanir veitingamenn og rekstraraðilar á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík. 

Markmiðið sé að gera notalegan stað sem allir aldurshópar geta notið sín frá klukkan 9.00 til 23.00. Ætlunin sé að bjóða upp á mat og drykk með ítölsku ívafi með áherslu á aperitivostemninguna sem hefur svo lengi verið í hávegum höfð á Ítalíu. Boðið verður upp á ýmsa smárétti, eldbakaðar pítsur, tartinesamlokur og ýmislegt fleira spennandi.

You may also like...