„Rætt til ritunar“

Fimmti bekkur í Ölduselsskóla hefur að undanförnu verið að vinna að verkefni sem heitir „Rætt til ritunar“. Nokkur sýnishorn hafa verið birt á síðu skólans þar sem hugarflug krakkanna fær að njóta sín.

Frétt um leiðarbók 

Krakkarnir í 5. bekk gerðu verkefni sem heitir Leiðarbók og var verkefni í landafræði. Við byrjuðum á verkefninu í endann á nóvember en við kynntum verkefnið í síðustu viku janúar. Við völdum okkur landshluta og skrifuðum um landshlutann sem við völdum okkur. Flestir völdu Norðurland eystra en það voru líka margir með annan landshluta. Við kynntum landshlutann fyrir bekknum. Í leiðarbókinni eru heimildaskrá, matseðill, inngangur, fjölskyldan, forsíðan og landshlutinn. Þegar við kynntum voru sumir með sínar myndir úr bókinni. Verkefnið var erfitt en við náðuðum að klára verkefnið á tveimur mánuðum.

Höfundar: Kamil og Kornel.

My Monster Family 

Hæ ég heiti Arlon, ég ætla segja ykkur frá verkefni sem 5. bekkur gerði í ensku það voru 4 til 5 saman í þessu verkefni. Í monster family þurftum við blað, blýant, I-pad og liti. Þú máttir teikna þín eigin skrímsli, það mátti líka fara í I-pad og teikna skrímsli það átti að teikna og skrifa um pabba, mömmu, afa, ömmu, bróðir, systir, frænda, frænka og gæludýr. Við þurftum að æfa okkur og vera tilbúin fyrir kynningu hjá Binnu.

Frétt um Show and tell 

Hæ ég heiti Daníel E. Ég ætla að segja ykkur frá Show and tell sem var verkefni í ensku hjá 5. bekk. Við eigum að taka hlut að heiman og gefa öðrum nemendunum vísbendingar og þau giska hvað er í pokanum. Þau fá þrjár vísbendingar ef þau giska ekki rétt sýnirðu það sem er í pokanum. Þetta byrjaði 1. mars. Einn kom með Rubix cube svo kom ein með bangsa en einn krakki tók lego

Leiðarbók 

Fimmti bekkur í Ölduselsskóla unnu verkefni sem heitir Leiðarbók og er í landafræði. Leiðarbókin snýst um að maður býr til fjölskyldu og þau ferðast um landið. Hver nemandi valdi sér landshluta og bæ í landshlutanum, svo skrifuðum við um landshlutann, síðan bjuggu allir til fjölskyldu eða völdu sína eigin fjölskyldu og skrifa um hana og svo segir maður frá hvað þau gerðu þann daginn og skrifar hvernig allir í fjölskyldunni upplifðu dagsferðina. Maður bjó svo til matseðil, ferðatösku og póstkort. Margir skrifuðu í tölvum á meðan sumir hreinskrifuðu á blað. Flestir voru með dýr í fjölskyldunni, allar fjölskyldurnar voru mjög ólíkar. Við byrjuðum á leiðarbókinni í endanum á nóvember og kláruðum leiðarbókina í endann á janúar. Við kynntum þetta verkefni fyrir bekknum okkar í stofunni hennar Rebekku og við kynntum leiðarbókina alein sögðum frá leiðarbókinni, t.d. sögðum frá fjölskyldunni og lásum um einn fjölskyldumeðlim og lásum upp póstkortið, við sögðum frá þjóðsögunni okkar í stuttu máli og við sögðum hvað fjölskyldan gerði í dagsferðinni. Eftir að við vorum búin að kynna leiðarbókina var uppskeruhátíð hjá okkur og við fengum að koma með sparinesti og spil og svo horfðum við á mynd, spiluðum og töluðum saman. 

Höfundar: Auður Harpa og Bríet.

My Monster Family

Við nemendur í 5. bekk gerðum hópaverkefni í ensku og það hét My Monster Family. My Monser Family byrjaði 3. febrúar en við kynntum 16. febrúar. Við gerðum fjölskyldu úr skrímslum og máttum ráða hvernig tegund af skrímslum við gerðum. Til dæmis gerðu sumir engla, sjóskrímsli eða púka. Við máttum velja ramma utan um myndirnar og textann og við þurftum að skrifa um hvern einasta fjölskyldumeðlim. Við skrifuðum eina til tvær setningar til dæmis sögðum við: my name is …… og meira. Svo kynntum við verkefnin okkar fyrir hinum. 

Höfundar: Elísa Ósk og Katrín Huld.

You may also like...