Breyting á deiliskipulagi Bakkahverfis

Á myndinni má sjá nýtt deiliskipulag Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19.

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 24. mars sl. að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Bakkahverfis. Er það vegna lóðanna Melabraut 20 og Valhúsabraut 19.

Í deiliskipulagsbreytingunni felst að rífa núverandi hús sem er með tveimur íbúðum en núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir þremur íbúðum og byggja í staðinn hús með fjórum íbúðum. Hámarks byggingarmagn fer úr 550 fermetrum í 600 fermetra og hámarks nýtingarhlutfall fer úr 0,6 í 0,65. Í deiliskipulagsbreytingunni felst einnig að rífa núverandi hús sem er einbýlishús með auka íbúð. Núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir tveimur íbúðum og byggja í staðinn hús með fjórum íbúðum. Hámarks byggingarmagn fer úr 483 fermetrum í 571 og fermetra hámarks nýtingarhlutfall fer úr 0,55 í 0,65.

You may also like...