Yfir 120 íbúðir byggðar í Vesturbugt

Hugmynd að nýju íbúðahverfi við Vesturbugt.
Mynd. Landalag.

Fasteignaþróunarfélagið Kaldalón hyggst hefja uppbyggingu í Vesturbugt í Reykjavík fljótlega eða um næstu áramót. Gert er ráð fyrr að byggja 192 íbúðir og atvinnuhúsnæði. Tillaga að breyttu deiliskipulagi svæðisins hefur verið samþykkt til auglýsingar en með því fjölgar áformuðum íbúðum um 15 til 20.

Hönnun Vesturbugtar mun verða lokið á næstunni. Hefjist framkvæmdir um áramótin sé raunhæft að fyrstu íbúðirnar komi á markað um mitt ár 2023. Samkvæmt því kunni verkefninu að ljúka í árslok 2024. Í Vesturbugt verði aðallega tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir. Jarðhæðir verði að mestu „lifandi“ með verslunarrýmum, en þó sé lítillega dregið úr því með nýju deiliskipulagstillögunni.  Nokkurt offramboð var á íbúðum í þéttingareitum og við miðborgina um tíma. Þar kom kórónuveirufaraldurinn meðal annars við sögu. Eftir vaxtalækkun Seðlabanka Íslands tók sala við sér að nýju og nú munu flestar þeirra um 620 íbúða er voru til sölu seldar. 

You may also like...