Kæru húsfélaga hafnað

Þannig mun KR svæðið líta út séð frá Kaplaskjólsvegi að framkvæmdum loknum.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru tveggja húsfélaga við Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur um að nýtt deiliskipulag fyrir KR-svæðið verði fellt úr gildi. 

Húsfélögin sögðu í kæru sinni að engar handbærar eða raunhæfar upplýsingar um umfang, áhrif og afleiðingar að baki deiliskipulagsins lægju fyrir og ljóst væri að hagsmunir KR hefðu einir verið hafðir að leiðarljósi. Úrskurðarnefndin segir í niðurstöðu sinni að ekki verði talið að grenndarhagsmunum íbúanna hafi verið raskað með þeim hætti að réttur þeirra hafi verið borð borinn. Skipulagsyfirvöld hafi nokkurt svigrúm við mat á því hvert ásættanlegt skuggvarp sé hverju sinni og framsetning varðar bílastæðafjölda sé í samræmi við skipulagsreglugerð. Heildarstærð nýbygginga á KR svæðinu verða um 51 þúsund fermetra en áætlað er að byggingar sem fylla í 2.600 fermetra verði fjarlægðar en núverandi byggingar sem áfram standa verða 5.565 fermetrar. Alls er áætlað að heildarstærð mannvirkja verður um 56.525 fermetrar.

You may also like...