Kaffihús og gallerí í Garðastræti 6

Til stendur að opna kaffihús í Garðastræti 6 þar sem nytjamarkaður Hjálpræðishersins var til húsa. Það er Íris Ann Sigurðardóttir sem rekur veitingstaðina Coocoo´s Nest og Luna Florens á Granda sem hyggur á opnum kaffihús og gallerís með félögum sínum í húsnæðinu.
Þær Íris Ann Ann og Svava Ágústsdóttir eiga saman eignarhaldsfélagið Andaglas sem mun standa að rekstrinum. Í umsókn til Reykjavíkurborgar kemur fram að sótt er um leyfi til þess að breyta verslunarrými í kaffihús, veitingastað á fyrstu hæð og innrétta gallerý með verslun í kjallararými.