Vinnuskólinn fór vel af stað

Vilborg Ólafía, Hildur, Anna Katrín, Arnhildur Sjöfn og Kristel eru í vinnuskólanum á Seltjarnarnesi í sumar.
Mynd: Steinunn.

Dugmikil ungmenni hófu störf í unglingavinnu í júní, hér er um vaskann hóp að ræða. Nemendur í Valhúsaskóla tóku til hendinni og kepptust við dagsverkið að hreinsa og fegra Nesið okkar. Góð stemning er í hópnum sem vinnur að fjölmörgum verkefnum m.a. að sinna beðahreinsun, málun og umhirðu í kringum stofnanir bæjarins.

Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri segir að meginhlutverk vinnuskólans sé að veita ungu fólki uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. 

Vinkonurnar Vilborg Ólafía, Hildur, Anna Katrín, Arnhildur Sjöfn og Kristel voru að störfum hressar þegar Steinunn tók mynd af þeim. Ég fer bjartsýn inn í sumarið, allir að verða bólusettir og unga fólkið sinnir starfinu hjá mér af alúð og samviskusemi, segir Steinunn garðyrkjustjóri.

You may also like...