Sjávarmál sett upp á Eiðsgranda

Sjávarmál á ströndinni við Eiðsgranda.

Listaverkið Sjávarmál hefur verið sett upp á sjávarkambinum á Eiðsgranda í Reykjavík. Höfundar listaverksins eru arkitektarnir Baldur Helgi Snorrason og David Hugo Cabo í samstarfi við Andra Snæ Magnason rithöfund. Verkið var valið úr sjötíu innsendum tillögum um nýtt útilistaverk í Vesturbænum. 

Í niðurstöðu dómnefndar segir meðal annars að Sjávarmál sé einstakt verk sem skapi spennandi umhverfi og fjalli um aðkallandi viðfangsefni um leið og það uppfylli öll skilyrði samkeppninnar um að auðga mannlíf í Vesturbænum. Verkið er til móts við Keilugranda, vestan megin við dælustöðina og blasir við hafi. Ekkert annað útilistaverk er fyrir á þessu svæði og nýja verkið er talið auka notagildi og aðdráttarafl svæðisins fyrir íbúa og þá sem þar eiga leið um.

You may also like...