Framkvæmdir að hefjast við Bygggarða

– gert ráð fyrir íbúðum í sölu 2023 –

Fyrirhuguð byggð við Bygggarða.

Framkvæmdir eru að hefjast á byggingasvæðinu við Bygggarða. Verið er að hefja vinnu við undirbúning lóða.

Í byrjun verður unnið við lagningu og frágang lagna og lagningu gatna. Setjarnarnesbær stendur að baki þessum undirbúningsframkvæmdum en þær eru unnar í samstarfi við Já verk sem er framkvæmdaaðili á svæðinu. Gert er ráð fyrir að unnt verði að ráðast í byggingaframkvæmdir af fullum krafti á næsta vori. Verði það að veruleika má gera ráð fyrir að fyrstu íbúðir við Bygggarða komi í sölu á árinu 2003.

You may also like...