Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir 2022

– jákvæð rekstrarniðurstaða um 1,5 milljónir króna –

Tekjur Seltjarnarnesbæjar eru áætlaðar 5.139 milljónir króna á næsta ári. Gjöld bæjarfélagsins eru áætluð 4.826 milljónir króna. Niðurstaða án fjármagnsliða og afskrifta er 314 milljónir króna, afskriftir eru 189 milljónir króna og fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): -123 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð: 1,5 milljónir króna.

Þetta kom fram við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun bæjarfélagsins í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri fylgdi frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2022 til 2025 úr hlaði. Bæjarstjóri lagði fram greinargerð þar sem helstu markmið og niðurstöður eru raktar nánar. Hún lagði síðan til að vísa frumvarpinu til frekari umræðu í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn þann 24. nóvember nk.

You may also like...