Frumkvöðlaverkefni á Ítalíu

Þátttakendur heimsóttu þekkt ítalskt húsgagnafyrirtæki og fengu innblástur fyrir frumkvöðlaverkefnið sem þau áttu að gera.

Í október brugðu nemendur og kennarar FB undir sig betri fætinum og tóku þátt í alþjóðlegu frumkvöðlaverkefni á Ítalíu sem nefnist ‘European Voice of Tomorrow’ og er styrkt af Erasmus+ sjóðnum. Fyrst skoðaði hópurinn Mílanó og svo lá leiðin til Comó þar sem samstarfsskóli FB, Cometa er til húsa og sjálf frumkvöðlakeppnin fór fram. 

Löndin sem tóku þátt auk Íslands eru Ítalía, Portúgal, Finnland og Noregur. Nemendur sem tóku þátt fyrir hönd FB voru þau Kjartan Helgi Guðmundsson, Kristinn Þórarinsson, Íris Birta Viðarsdóttir og Svanborg Eyfjörð Oddrúnardóttir. Kennararnir sem voru með í för voru þær Sigríður Anna Ólafsdóttir og Kolbrún Sigurðardóttir sem og verkefnisstjórinn Ágústa Unnur Gunnarsdóttir kynningarstjóri og alþjóðafulltrúi Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Nemendur stóðu sig frábærlega og voru til mikils sóma. Keppt var um besta frumkvöðlaverkefnið og sigraði lið Svanborgar sem mun taka þátt í úrslitakeppninni í Finnlandi í febrúar 2023.

You may also like...