Margar hugmyndir í „hverfið mitt“
Nú er kosningu um valin verkefni í “hverfið mitt” lokið. Ýmsar skemmtilegar hugmyndir komu fram að vanda.
Í Vesturbæ voru eftirfarandi verkefni valin. Lóðin við Sundlaug Vesturbæjar fyrir alla fjölskylduna. Grænni Reykjavík. Opið grænt svæði á Hagatorgi. Sjósundsaðstaða við Ægisíðu. Lítinn pott á Ægisíðu. Ærslabelgur í hverfinu. Fleiri bekki í hverfið og Teqball völl hjá Hagaskóla.
Í Miðborginni voru þessi verkefni valin. Sérstakir safnkassar fyrir sprautunálar. Grænt svæði við Frakkastíg. Vindheld torg. Bætt lýsing í Einarsgarði og Hljómskálagarði. Endurbæta leikvöll í Hljómskálagarðinum. Betrumbætt grænt svæði við Snorrabraut. Útiæfingatæki í Hljómskálagarðinn. Útiaðstaða við Gömlu spennistöðina. Skreytum hús með húsum. Gamaldags götuljós í Miðstrætið og fleiri hjólastæði í Miðborginni.