Húsasmíði byggir búsetukjarna við Kirkjubraut

Við undirritun samnings við Húsasmíði ehf. sem mun byggja búsetukjarnann. Á myndinni eru: Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Villi Stefánsson eigandi Húsasmíði ásamt bæjarstjórn fv. Bjarni Torfi Álfþórsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir.

Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar hefur samþykkir að taka tilboði Húsasmíði ehf. í byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Kirkjubraut 20. Tilboð Húsasmíði hljóðaði upp á 292.500.000 krónur.

Samþykktin er með fyrirvara um, að tilboðið uppfylli alla skilmála útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.

You may also like...