Fær MR afnot af Austurstræti 17?

Austurstræti 17 er fyrir miðri mynd.

Hugmyndir eru um að Menntaskólinn í Reykjavík fái afnot af efri hæðum í Austurstræti 17 þar sem Silli & Valdi versluðu áður fyrr. Síðar var verslunin Víðir þar og er og nú 10-11 verslun á jarðhæðinni. Gert er ráð fyrir að um tímabundin afnot verði að ræða.

Þetta kemur fram í fyrirspurn Laufeyjar Agnarsdóttir arkitekt hjá Teiknistofunni Tröð til skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Fyrirspurn Laufeyjar Agnarsdóttur frá 30. nóvember 2021 um breytingu á notkun efri hæða hússins á lóð nr. 17 við Austurstræti úr skrifstofum í bráðabirgðahúsnæði fyrir Menntaskólann í Reykjavík.

You may also like...