Ellefu bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi verður 26. febrúar 2022. Á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi þann 16. desember sl. var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að halda prófkjör. 

 Prófkjörið fer fram laugardaginn 26. febrúar nk. Ellefu frambjóðendur verða í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. 

Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi vegna sveitarstjórnarkosninganna næsta vor.

Dagbjört Oddsdóttir í 2. til 3. sæti.

Grétar Dór Sigurðsson í 4. til 5. sæti.

Guðmundur Helgi Þorsteinsson. Sæti ekki tilgreint.

Hannes Tryggvi Hafstein í 3. sæti.

Hákon Róbert Jónsson í 4. til 5. sæti.

Hildigunnur Gunnarsdóttir í 3. til 4. sæti.

Magnús Örn Guðmundsson í 1. sæti.

Ragnhildur Jónsdóttir í 1. sæti.

Svana Helen Björnsdóttir í 1. sæti.

Þór Sigurgeirsson í 1. sæti.

Örn Viðar Skúlason í 3. til 4. sæti.

You may also like...