Nýtt strætóskýli við Suðurströnd

Nýtt strætóskýli hefur verið tekið í notkun við Íþróttamiðstöðina við Suðurströnd. Ekkert skýli hefur verið við stoppistöðina í um tvö ár en gamla skýlið fauk í óveðri sem gekk yfir landið í febrúar árið 2020.

Ekki reyndist unnt að koma nýju skýli með LED-auglýsingaskilti fyrir á sama stað og tafði það endurreisn þess. Var þá gripið til þess að ráðs að færa skýlið um set eða suður fyrir íþróttavöllinn. Nýja staðsetningin virkar vel og er sýnileg í Strætó-appinu. Nú geta gestir íþróttamiðstöðvarinnar og aðrir beðið eftir strætó á mun öruggari stað en áður.

You may also like...