Ný bæjarstjórn kom saman til fyrsta fundar
Ný bæjarstjórn á Seltjarnarnesi kom saman til fyrsta fundar eftir kosningar miðvikudaginn 8. júní. Á fundinum var meðal annars kosið í embætti forseta bæjarstjórnar, skipað í allar nefndir og ráð og nýr bæjarstjóri kjörinn.
Bjarni Torfi Álfþórsson setti fundinn sem aldursforseti með lengsta setu í bæjarstjórn og bauð bæjarfulltrúa velkomna til fyrsta fundar nýkjörinnar bæjarstjórnar fyrir kjörtímabilið 2022 til. Ragnhildur Jónsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar og Þór Sigurgeirsson oddviti Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi var kjörinn nýr bæjarstjóri. Þá var skipað í nefndir og ráð bæjarfélagsins sem lesa má um á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar. Magnús Örn Guðmundsson og Guðmundur Ari Sigurjónsson voru fjarverandi en Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir og Karen María Jónsdóttir sátu fundinn í þeirra stað.