Blá nýsköpun í sjávarklasanum

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra heimsótti sjávarklasann í tilefni kynningarinnar. 

Sjávarklasinn kynnti nokkur þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem hafa komið fram með nýjungar sem stuðla að hreinna umhverfi hafsins eða betri nýtingu auðlinda þess fimmtudaginn 19. maí. Sýningin var hluti af Nýsköpunarvikunni sem þá stóð yfir.  

Hægt var að kynna sér starfsemi fjölmargra nýsköpunarfyrirtækja og fylgjast þannig með því sem er nýjast að gerast á þessu sviði hérlendis. Á opnu húsi voru í boði veitingar og jazz. Aðgangur var ókeypis. Sýningin var haldin í Húsi sjávarklasans að Grandagarði 16 í Reykjavík. Flest fyrirtækin sem tóku þátt í sýningunni eru hluti af nýsköpun í bláa hagkerfinu þar sem græn tækni og græn orka eru í fyrirrúmi. Einnig betri nýting sjávarafurða. Vinnsla þörunga og þaravinnsla og heilsuefni eru í fyrirrúmi. 

You may also like...