Soroptimistar færa Heilsugæslunni í Efra Breiðholti bókagjöf

Á meðfylgjandi mynd eru Bryndís Helgadóttir ritari, Sigurbjörg Heiðarsdóttir gjaldkeri og Guðrún G. Eggertsdóttir formaður ásamt ljósmæðrunum Hólmfríði Rósu Jóhannsdóttur og Guðrúnu Ástu Gísladóttur.

Systur úr stjórn Soroptimista­klúbbs Hóla og Fella afhentu Heilsugæslunni Efra Breiðholti 45 bækur á dögunum. 

Um er að ræða bækurnar “Fyrstu 1000 dagar barnsins” barn verður til “Miðstöð foreldra og barna”  Höfundur bókanna er Sæunn Kjartans­dóttir sálgreinir en hún vinnur hjá MFB  sem er geðheilsuteymi og fjöl­skylduvernd. Bækurnar voru keyptar til stuðnings MFB en voru gefnar Heilsugæslunni í Efra Breiðholti. Þær verða þær afhentar öllum konum sem koma í fyrstu skoðun í mæðravernd á  heilsugæslustöðina.

You may also like...