Framkvæmdir við Gróttubyggð hefast í haust

Á myndinni má sjá hvernig Gróttubyggð mun líta út þegar framkvæmdum verður lokið. Mikil breyting frá því var og byggðin fellur vel að umhverfinu.

Gert er ráð fyrir að bygging hins nýja hverfis á landi Bygggarða hefjist með haustinu eða í ágúst eða september á þessu ári. Þegar er hafi vinna við undirbúning. Lagningu gatna og ræsa og fyrstu lóðir verða fljótlega tilbúnar. Gert er ráð fyrir að verkið taki allt að fimm ár. Það skiptist í tvo áfanga. Í hinum fyrri verða byggðar um eða yfir 130 íbúðir en gert er ráð fyri fjörutíu íbúðum í hinum síðari. Hverfið hefur hlotið heitið Gróttubyggð.

Gróttubyggð verður reist á gömlu iðnaðarsvæði. Þar voru lengi verksmiðjuhús Borgarplasts, Áhaldahús Seltjarnarnesbæjar sem stóð við Bygggarða 3 og ýmis þjónustufyrirtæki einkum bílaverkstæði og smiðjur. Þessar byggingar hafa verið að víkja og síðast var gamla áhaldahúsið rifið. Hinu megin Bygggarða 3 standa einn nokkur verkstæðishús umkringd bílhræjum sem stinga í stúf við næsta umhverfi, bráðlega nýbyggt íbúðahverfi og einnig Ráðagerði og Gróttu. Áður en hægt verður að hefja framkvæmdir við síðari áfanga Gróttubyggðar verður að rífa þessar gömlu iðnaðar- og smiðjubyggingar. Í hinni nýju Gróttubyggð verður að finna fjölbreytileika. Hverfið stendur saman af einbýlum, raðhúsum og fjölbýlishúsum með allt að 24 til 26 íbúðum.

Þessar framkvæmdir eiga sér langan aðdraganda. Ýmsir hafa komið að málum og eigendaskipti orðið. Einnig hefur sitt sýnst hverjum um þessa byggð. Seltirningar ekki verið á einu máli um hvernig henni yrði háttað og jafnvel hvort rétt væri að hún risi. Einkum olli fyrirhuguð hæð húsa deilum á sínum tíma en nú hefur hæð húsa verið bundin við þrjár hæðir. Með Gróttubyggð er ljóst að íbúum Seltjarnarnesbæjar mun fjölga umtalsvert.

You may also like...