Mönnun leikskólans gengið vel

Mönnun á Leikskóla Seltjarnarness hefur gengið vonum framar þetta sumarið og inntaka og aðlögun barna er að hefjast. Alls verða um 220 börn í Leikskóla Seltjarnarness. 16 börn verða í Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness. Unnið hefur verið að viðhaldi húsnæðis Leikskólans, leiktækja og lóða í sumar. 

Undirbúningur og þarfagreining vegna nýs leikskóla stendur yfir í samvinnu við leikskólastjórnendur og Andrúm Arkitekta og er það von okkar að hönnunarvinna geti hafist á allra næstu dögum.

Skólastarf er að hefjast næstu daga. Verið er að leggja lokahönd á undirbúning húsnæðis. Umferð við skólana mun aukast verulega og er ástæða til að beina því til akandi, hjólandi og gangandi vegfarenda að fara mjög varlega í kring um skóla- og íþróttasvæðin því það eru krakkar víða á ferð. Minna má alla á að á skóla og íþróttasvæðinu er hámarkshraði ökutækja 30 km.

Ástæða er svo til að hvetja bæjarbúa til að taka þátt í glæsilegri bæjarhátíð okkar sem verður haldin að nýju með vandaðri dagskrá fyrir alla helgina 26. til 28. ágúst.

You may also like...