Fjör í Mjóddinni 2. september

Margir lögðu leið sína í fjörið í Mjóddinni.
Mynd: Jóhannes Guðlaugsson.

Suðurmiðstöð (áður Þjónustumiðstöð Breiðholts), hélt í samstarfi við íþrótta- og frístundaaðila Breiðholts, skemmtilegan dag 2. september síðastliðinn. Öllum aðilum sem bjóða upp á íþrótta- og frístundastarf í Breiðholti bauðst að vera með kynningar á starfi sínu í göngugötunni í Mjódd auk þess sem Pepp var að kynna nýjan markað á fatnaði og búnaði sem verður til skipta frítt hjá þeim í Arnarbakkanum. 

Lang flestir sem bjóða upp á starf mættu og nýttu vel til að kynna starfið og einnig til að taka niður skráningar. Fulltrúar úr hópnum Sendiherrar í Breiðholti voru til aðstoðar til að túlka og hjálpa þeim sem þurftu en einnig til að útskýra fyrir fólki af erlendum uppruna gildi þess að börn og unglingar taki þátt í íþrótta- og frístundastarfi, sem er mikilvægt. Götubiti Rvk Streetfood mættu einnig á staðinn sem gerði það að verkum að fleiri mættu á þessum tíma, milli 17.00 og 19:30, sem var kjörið fyrir marga til að afgreiða kvöldmatinn á föstudegi. Milli 150 og 200 einstaklingar mættu á þessum tíma sem var frábært því flestir voru að skoða það sem er í boða og margir skráðu börnin sín til þátttöku. Er þetta eitt af fjölmörgu sem verkefnið Frístundir í Breiðholti vill leggja fram til að fjölga þátttakendum í Breiðholti í íþrótta- og frístundastarfi. 

Fólk af ýmsum þjóðernum var mætt á svæðið. Hér spjallar Maria Sastre við ungan Breiðholtsbúa. Maria er ættuð frá Spáni og hefur búið árum saman í Breiðholtinu.
Allskyns góðgæti var á boðstólum í Mjóddinni.
Fólk settist niður. Krakkar fóru í útileiki og aðrir spjölluðuð saman.
Stúlkur frá Dansgarðinum kynntu starfsemi.
María Sastre og fleiri voru mættar fyrir Samtök um tvítyngdi.

You may also like...