Fólk þarf að fá tækifæri til að sinna áhugamálum sínum

– segir Agnieszka Genowefa Bradel sem starfar sem sendiherra fyrir Suðurmiðstöð í Breiðholti –

Agnieszka Genowefa Bradel. Myndin er tekin í Suðurmiðstöð í Breiðholti.

Agnieszka Genowefa Bradel kom akandi á 19 manna rútu til viðtals. Hún var á vinnubílnum. Hún starfar sem bílstjóri í dag og sinnir einkum ferðum með fatlað fólk. Hún er þó ekki eingöngu bílstjóri þessa dagana því hún vinnur einnig fyrir Suðurmistöð sem áður hét Þjónustumiðstöð Breiðholts. Hún starfar sem einn af sendiherrum Suðurmiðstöðvar og vinnur að því að efla tengsl samlanda sinna við íslenskt samfélag og kynna fyrir þeim ýmsa möguleika sem standa þeim til boða. Agnieszka hefur ekki búið í Breiðholti en segist hafa búið næstum allt í kringum hverfið. Hún býr núna í Árbænum næsta bæ við Breiðholt.

Hvaðan kemur Agnieszka  „Ég er fædd í Gdansk en ólst upp í Gdynia. í Póllandi og er búin að vera hér á landi í 15 ár. Ég kom hingað árið 2007 og naut þess að vita svolítið um landið. Þannig var að móðir mín hafði flutt til Íslands, kynnst íslenskum manni og sest hér að. Ég kom fyrst hingað til þess að heimsækja þau og hann kenndi mér fyrstu orðin í íslensku. Ég ákvað svo að flytja hingað.“ 

Er með meirapróf til aksturs

Agnieszka kveðst hafa starfað við eitt og annað frá því hún kom hingað auk þess að sækja sér menntun. Hún hefur starfað á veitingastöðum. Verið þjónustufulltrúi. Hún fór á ferðamálabraut til þess að læra hagnýta ferða­þjónustu (practical). „Ég fór líka í flugfreyju nám í Flugskóla Íslands og einnig í grunnnám til að læra að vera túlkur og starfa sem túlkur sem aukastarf. Ég hef einnig starfað við innritun “load control” í Keflavik. Ég hef líka verið að vinna sem þjónustufulltrúi fyrir mismunandi fyrirtæki og veitingastaði. Annað sem mætti nefna er að ég fór í íslensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Sótti hún nám í bókhaldi og tók síðast ekki síst svonefnt meirapróf til aksturs. Með því fékk hún réttindi til þess að aka stórum bifreiðum. Þar á meðal rútum. Ég fékk strax vinnu við að aka. Ég var mest á minni rútunum. Svona 19 sæta bílum og ók einkum með ferðafólk. Þetta er ef til vill svolítið sérstakt. Kona ættuð frá öðru landi að flytja fólk í stórum fólksflutningabílum. Ferðamenn og líka fólk sem þarf að nota ferðaþjónustu vegna fötlunar. Ég kann vel við þetta starf og mér hefur verið vel tekið. Ég hef alltaf haft áhuga á fjölbreytti menningu. Þó ég er frá  Póllandi og það voru alltaf töluð  tvö önnur tungumál fyrir utan pólsku á heimilinu og afi og amma mín kenndu mér ýmsar hefðir.“  

Efla möguleika fólks af pólskum uppruna

Snúum okkar að sendiheraverkefninu. Agnieszka var að vinna hjá Suðurmiðstöð í sex mánuði við verkefni fyrir pólska samfélagið. Eftir að þessu verkefni, sem var tímabundið lauk var hún beðin að taka sendiherrverkefni að sér. Mér fannst reynsla mín bæði sem Pólverja og að hafa sinnt ólíkum störfum hér á landi og þannig kynnst samfélaginu henta vel í þessu sambandi. Þetta verk­efni snýr að því að efla möguleika fyrir fólk af pólskum uppruna og tengja það meira við íslenskt samfélag. Þetta felst í að eiga í samskiptum við Pólverja. Að tala við fólkið, kynna fyrir því á hverju það á rétt, hvað geti verið áhugavert að gera, til dæmis þegar kemur að íþróttastarfi og öll almenn samskipti. Einnig þarf að leita eftir hugmyndum þess. Hvað það langi til að gera og hvað því finnist betur mega fara. Við viljum skoða alla möguleika.“

Tungumálið er erfiðast fyrir fólk

Hvað finnst Agnieszku erfiðast fyrir Pólverja við að koma til Íslands. „Ég held að það sé tungumálið. Pólska er mjög ólík íslensku þótt margir hafi lært hana nú þegar. Svo er einnig um mismunandi menningu að ræða. Siðir og venjur geta verið ólíkar. Matargerð er með nokkuð öðrum hætti en í Póllandi. Íslendingar hafa haft nokkur kynni af pólskum vörum í genum pólsku búðirnar. Það er líka ágætt fyrir Pólverja að hafa aðgang að sambærilegu hráefni og vörum og fólk er vant að heiman.“

Tækifæri til að sinna áhugamálum

Þótt Pólverjar séu um margt líkir Íslendingum eiga þeir aðra sögu. Pólska kirkjan hefur alltaf átt nokkuð sterk ítök í hugum fólks, þótt það sé mismunandi og fleira mætti nefna.“ Agnieszka segir marga Pólverja þó hafa átt auðvelt með að aðlagast aðstæðum hér á landi. Alltaf megi þó gera betur og það sé einmitt það sem sendi­herrunum sé ætlað að vinna að. „Ég er búin að skipu­leggja nokkra fundi með Pólverjum. Jóhannes Guðlaugsson sem er verkefnastjóri fyrir sendiherrafólkið hefur unnið að því með mér. Við erum líka að reyna að vinna að meiri þátttöku í íþróttaæfingum og íþróttastarfi. Einkum á meðal barna og ungmenna. Einnig að finna og gefa fólki tækifæri til að sinna áhugamálum eftir að vinnutíma lýkur og má til dæmis nefna tónleika og fleira sem hefur skemmtanagildi í því sambandi.“     

Margir setjast að – aðrir koma bara til að vinna

Agnieszka segir marga Pólverja komna til þess að setjast að hér á landi. Þeir hafi komið með það markmið í huga. Margir séu fjölskyldufólk sem leiti sér að vinnu og vilji eignast húsnæði. Einnig sé talsvert um að fólk og þá einkum karlmenn komi hingað til þess að vinna tímabundið og hyggi á heimför að því loknu. Sumir eigi fjölskyldur sínar áfram í Póllandi og þessi hluti Pólverja leggi ekki eins mikla áherslu á að læra tungumálið eða taka þátt í fjölbreytni mannlífsins. Þeir horfi aðallega til þess að afla tekna til að halda lífinu áfram í heimalandinu. Hlutverk sendiherranna snúi því síður að þessu fólki en vissulega sé allir velkomnir. Að lokum vil ég taka fram að ef fólk er einmana að koma til okkar. Við viljum bjóða Pólverjanum að mæta á fundi fyrir pólskt samfélag fyrir fólk í öllum aldri.”

You may also like...