Leikskólabörn heimsækja Seltjörn

Leikskólabörnin fyrir framan Seltjörn.

Elstu leikskólabörnin á Nesinu, 50 að tölu komu í heimsókn á hjúkrunarheimilið Seltjörn í liðinni viku.

Börnin sungu nokkur lög, sem vakti mikla hrifningu meðal heimilis­manna. Þau stóðu sig með prýði og sumir hittu afa sinn og ömmu. Fallegt bros færðist yfir andlit heimilisfólksins þegar börnin komu í heimsókn, sem er svo ánægjulegt að sjá. 

Mikilvægt er að leyfa kyn­­slóðunum að hittast.

You may also like...