Römpum upp Íslandi í Breiðholti
Þessa dagana er verið að rampa upp í Mjóddinni. Rampur númer 300 var settur upp í Mjóddinni fyrir stuttu og verður haldið upp á það með pomp og prakt 21. nóvember.
Verkefnið ,,Römpum upp Íslandi“ var sett af stað til að setja upp 1000 rampa á fjórum árum. Það er því mikilvægur áfangi sem verið er að fagna hér í Mjódd þann 21. nóvember. Teymið sem vinnur að þessu er unnið fyrir tilstilli Haraldar Þorleifssonar og Þorleifur Gunnlaugsson faðir hans stýrir verkefninu fyrir stjórn þess. Vinnuteymi verkefnisins hefur unnið verkefnið hratt og örugglega í Mjódd, eins og annars staðar, og hefur verið í góðu samstarfi við Suðurmiðstöð í Mjódd auk húsfélags Mjóddar og rekstraraðilum hér í Mjódd. Frábært verkefni hér á ferð sem veitir öllum betra aðgengi og gott í alla staði.