Römpum upp Íslandi í Breiðholti

Þorleifur Gunnlaugsson, Haraldur Þorleifsson og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í Mjóddinni á mánudaginn var.

Þessa dagana er verið að rampa upp í Mjóddinni. Rampur númer 300 var settur upp í Mjódd­inni fyrir stuttu og verður haldið upp á það með pomp og prakt 21. nóvember.

Verkefnið ,,Römpum upp Íslandi“ var sett af stað til að setja upp 1000 rampa á fjórum árum. Það er því mikilvægur áfangi sem verið er að fagna hér í Mjódd þann 21. nóvember. Teymið sem vinnur að þessu er unnið fyrir tilstilli Haraldar Þorleifssonar og Þorleifur Gunnlaugsson faðir hans stýrir verk­efninu fyrir stjórn þess. Vinnuteymi verkefnisins hefur unnið verkefnið hratt og örugglega í Mjódd, eins og annars staðar, og hefur verið í góðu samstarfi við Suðurmiðstöð í Mjódd auk húsfélags Mjóddar og rekstraraðilum hér í Mjódd. Frábært verkefni hér á ferð sem veitir öllum betra aðgengi og gott í alla staði.

Guðni Th. Jóhannesson forseti með spreybrúsann í hönd og segir að 1500 rambar verði settir upp í stað 1000 eins og áður var áætlað.
Vinnuhópur frá Römpum upp verkefninu í Mjóddinni.

You may also like...