Litaveita er nýtt útilistaverk á Nesinu

Litaveita á hitaveituhúsinu.

Litaveita er nýtt veggverk eftir Þórdísi Erlu Zoëga á hitaveituhúsinu við Gróttu. Þórdís Erla er Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 og er veggverkið hennar framlag til Seltjarnarnesbæjar.

Listaverkið Litaveita nefnist Litaveita er undir áhrifum frá náttúrufegurðinni í Gróttu og hinu mikla sjónarspili sem að himininn býður upp á þessum útsýnisstað. Verkið er m.a. unnið úr litbreytimálningu og litbreytifilmu sem breytist mikið eftir veðráttu og tíma dags. Sitt hvor hringurinn, sem minnir á sól eða tungl, er á hvorum gafli hússins og geta vegfarendur speglað sig og náttúruna í þeim auk þess að fylgjast með litbreytingum sem þeir bjóða upp á eftir því hvaða tíma dags horft er á þá. Lita- og skuggaspil verksins gerir áhorfandann meðvitaðan um hringrás sólarinnar og líðandi stund.

You may also like...