Margir viðburðir við útskrift FB

Hópurinn sem útskrifaðist frá FB að lokinni haustönn 2022.

Margir viðburðir við útskrift FB í desember. Má þar nefna að Ásta Bína Lárusdóttir Long nýstúdent söng tvö lög. Við flygil­inn var Pálmi Sigurhjartarson og trompetleikari var Jakob von Oosterhout. 

Tveir nemendur fluttu ræður nýútskrifaðra, þau Eva Björk Eggertsdóttir og Tómas Aron Gíslason. Fjölmargir nemendur hlutu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Einnig var sigurvegaranum í jólakortasamkeppni skólans veitt verðlaun, en það var Emma Noviczski nemandi á myndlistarbraut sem sigraði. Dúx skólans var Karin Rós Sigurðardóttir Wium sem lauk stúdentsprófi af myndlistarbraut með einkunnina 9.24. Semídúx skólans var Ágúst Orri Hjálmarsson sem lauk stúdentsprófi af opinni braut með einkunnina 9.20. 

Ásta Bína Lárusdóttir Long söng tvö lög.
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari afhendir verðlaun.
Tómas Aron Gíslason og Eva Björk Eggertsdóttir fluttu ræður við útskriftina.

You may also like...