Dofri settur upp við Elliðárstöð

– verðmætasta einstaka vinnuvél Íslandssögunnar

Gufuborinn Dofri  verður settur upp við Elliðarástöðina í Elliðaárdal. Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Landsvirkjun hafa saman lagt til 36 milljónir til að gera upp gufuborinn Dofra og mun hann verða til sýnis við stöðina í framtíðinni.

Dofri gerði landsmönnum kleift að fara úr olíukyndingu í hitaveitur Hann olli straumhvörfum í borun eftir heitu vatni og gufu hér á landi þegar útbreiðsla hitaveitna hér á landi var örust. Í ljósi þess mikla sparnaðar, bæði fyrir buddur almennings og umhverfið, sem hitaveitunni fylgja má segja að borinn sé einhver allra verðmætasta einstaka vinnuvél Íslandssögunnar.. Borinn sjálfur var fyrst notaður við að bora eftir olíu í Bandaríkjunum en Reykjavíkurborg og ríkið sameinuðust um kaup á honum árið 1957. Fyrsta holan var boruð með honum við gatnamót Nóatúns og Sigtúns í Reykjavík og sú síðasta árið 1991 við Kröflu í Mývatnssveit.

Gufuborinn Dofri að störfum á höfuðborgarsvæðinu.

You may also like...