Orkustöðin við Suðurfell römpuð upp

Samankomin við Orkuna við Suðurfell. Á hópmyndinni eru forsvarsaðilar frá Orkunni, Römpum upp Ísland, Sjálfsbjörg, Öryrkjabandalaginu, Hverfisstjórn Breiðholts, Innviðaráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Orkustöðin við Suðurfelli í Breiðholti hefur verið römpuð upp. Var það gert í samstarfi Römpum upp Ísland og Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra. Orkustöðin í Suðurfelli er fyrsta bensínstöð landsins sem er aðgengileg fyrir hreyfihamlaða. 

Ramparnir voru formlega teknir í notkun þegar Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabanda­lagsins, og Margrét Lilja Arnheiðardóttir formaður Sjálfsbjargar, mættu og fylltu á tankinn. Aðgengi hreyfihamlaðra er bætt með því að hækka stéttina í kringum þrjár bensíndælur og færa greiðsluvélarnar neðar. Bílastæðin hafa einnig verið breikkuð og allt aðgengi að og inn í verslunum verið rampað upp. Auk orkugjafa þá eru Lyfjaval og Sbarro með verslun og þjónustu í Suðurfelli Breiðholti og settir hafa verið sjálfvirkir hurðaopnar, aðgengilegt salerni og borð í réttri hæð.

You may also like...