Arcus kaupir Alliance húsið

– hyggst reisa hótelbyggingu á lóðinni –

Alliance reitur. Nýbyggingar eru hugsaðar fyrir framan húsið.

Borgarráð hefur samþykkt að selja Arcusi ehf. Allianc-húsið á Grandagarði fyrir 880 milljónir króna. Með í kaupunum fylgir réttur til uppbyggingar á lóðinni. 

Arcus, sem er hluti af samstæðu ÞG-verktaka áformar að reisa á lóðinni Hótel Jón forseta, íbúðarhús og koma upp saltfisksetri í Alliance-húsinu. Grandagarður 2, Alliance-húsið, var friðað af menntamálaráðherra í febrúar 2010 og nær friðunin til ytra borðs aðalhúss. Húsið er úr steinsteypu og byggt á árunum 1924 til 1925 eftir teikningum Guðmundar H. Þorlákssonar húsameistara. Það er talið hafa mikið byggingarlistarlegt gildi sem dæmi um glæsilegt höfundarverk Guðmundar. Alliance húsið var byggt sem fiskvinnslu- og geymsluhúsnæði.

You may also like...