Eykt leggur til breytt skipulag í Kvosinni

Hugmynd arkitekta að byggingum í Kvosinni ef breytingarnar verða samþykktar af borginni. 
Tölvumynd/tp bennett.

Fasteignafélagið Eykt leggur til breytingar á skipulagi í Kvosinni. Um 8.500 fermetra byggingarnar þar eru í eigu Eyktar. Þessar byggingar eru nú nýttar fyrir starfsemi Landsbankans en bankinn mun flytja starfsemi sína í nýtt hús í Austurhöfn á næsta ári.

Eykt fasteignafélag hf. hefur kynnt borgaryfirvöldum hugmyndir að breyttu skipulagi Kvosarinnar í Reykjavík. Af þessum sökum muni þessar byggingar fá nýja leigjendur og nýtt hlutverk. Þessar byggingar eru flestar í góðu ásigkomulagi þótt þörf sé á ýmum lagfæringar eins og algengt er í tímans rás. Eykt leggur áherslu á að byggingarnar verði nýttar frá morgni til kvölds, virka daga sem um helgar, en ekki bara frá níu til fimm virka daga. Í hugmyndum Eyktar er gert ráð fyrir því að opna í gegnum núverandi byggingar og gera gangveg eða sund í gegnum húseignir félagsins frá Austurstræti að Hafnarstræti og frá Hafnarstræti að Tryggvagötu. Endurhugsa þurfi nýtingu þessara bak- og húsagarða og gera áhugaverðar tengingar til uppbyggingar bæði fyrir leigjendur og viðskiptavini. Í dag megi finna flókna ganga, stigahús, kjallarar og port. Þar megi skapa rými fyrir verslanir og veitingastaði ásamt markaðsstemningu, þar sem m.a. hluti af Kolaportinu gæti starfað alla daga svo dæmi sé tekið.

You may also like...