Deilur um Skerjafjörð

— gert er ráð fyrir að á fimmta þúsund manns muni búa í Skerjafirði þegar allri uppbyggingu verður lokið —

Gömul mynd af Skerjafirði. Á henni sést skábraut Reykjavíkurflugvallar sem nú hefur verið aflögð. Með brotthvarfi hennar opnuðust möguleikar fyrir byggð sem nú er risin við Hlíðarenda og fyrirhugað er að reisa í Skerjafirði.

Talsverðrar deilur hafa risið um fyrirhugaða byggingu nýs íbúðahverfis í Skerjafirði. Andstæðing­ar hinnar fyrirhuguðu bygginga koma einkum úr röðum heimafólks, núverandi íbúa í Skerjafirði. Tvo mál sem virðast nokkuð óskyld blandast í þessari umræðu. Annar vegar umræðan um Reykjavíkurf­lugvöll og hvort eða að hvaða leyti hin nýja byggð muni takmarka eða skerða notagildi flugvallarins einkum vegna áhrifa á vindafar. Hins vegar áhyggjur heimafólks af þeim breytingum sem stærra hverfi mun hafa í för með sér. Þar er meðal annars bent á rask á byggingartíma og meiri umferð um byggðina og einkum til og frá henni. Að mati umferðarverkfræðings muni umferð um hverfið aukast stórlega. Þá hafa þau sjónarmið einnig fram að ný byggð skerði græn svæði og valdi spjöllum á náttúru.

Að mati Dags B. Eggertssonar borgarstjóra var farið vel yfir þessa þætti við undirbúning fyrirhugaðra framkvæmda. Um frábært byggingarland sé að ræða og mjög góð staðsetning fyrir nýjar íbúðir. Dagur hefur bent á að umferðargreiningar sýni að þegar hverfið verði fullbyggt verði umferð svipuð og umferð um Birkimel sem sé gata í íbúðabyggð og umferð um hana ekki þung. Dagur lét hafa eftir sér í blaðaviðtali nýlega að ekki sé óalgengt og nánast regla að þegar nýtt skipulag sé kynnt komi fram áhyggjur hjá þeim sem næst búa og vilja gjarnan hafa hlutina óbreytta.  

Áhrif á eina lendingu af 45 þúsund

Bent hefur verið á að aðstæður til flugs á Reykjavíkurflugvelli muni versna með tilkomu hinnar nýju byggðar. Í nýlegri skýrslu innviðaráðherra kemur meðal annars fram að fella þurfi niður flug í hverjum mánuði vegna breyttra aðstæðna. Talið er að Skerjafjarðarbyggðin geti haft áhrif á eina lendingu af 45.000 í mánuði á þann hátt að það þurfi að láta flugmenn vita af því að vindátt geti valdið hviðum sem eru miklu minni áhrif en margir höfðu óttast. Með hliðsjón af því hversu margar flugferðir eru felldar niður reglulega séu áhrifin af hinni nýju byggð óveruleg. Rannsóknir sýna aftur á móti að flugskýli sem byggð hafa verið á flugvallarsvæðin valda mestum neikvæðum áhrifum.  

Jafngildir ekki eignaupptöku

Prýðifélagið Skjöldur hefur mótmælt nýrri byggð og sagt að hún jafngildi eignaupptöku þeirra sem búa nú þegar í Skerjafirði. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt þetta sjónarmið algjörlega fráleitt því betra verði að búa í Skerjafirði en áður þegar þar verði komin skólaþjónusta og verslun og eftirvænting sé til staðar um uppbyggingu hverfisins. Borgarstjóri kvaðst í viðtali hafa orðið var að mikið af fólki, bæði í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum sé að bíða eftir þessum spennandi búsetukosti. Þarna verði um eftirsótta bygg að ræða og að gamli Skerjafjörðurinn muni njóta góðs af því. Gert er ráð fyrir að á fimmta þúsund manns muni búa í Skerjafirði þegar allri uppbyggingu verður lokið.

You may also like...