Allir heim í Hagaskóla í haust

Hagaskóli.

Allir nemendur Hagskóla eiga að geta stundað nám á heimaslóð á næsta skólaári. Húsnæði Hagaskóla verður tilbúið til notkunar með haustinu en meirihluta þess var lokað eftir að mygla fannst þar haustið 2021.

Nemendur sem voru að ljúka 9. bekk luku önnina í húsnæði við Ármúla eftir að hafa verið á flakki misserin á undan. Á meðan stunduðu nemendur 8. bekkjar nám í Korpuskóla í Grafarvogi. Tíundubekkingarnir hafa aftur á móti getað notað þann hluta skólans í Vesturbæ sem var laus við myglu. Þeir halda á önnur mið í haust en blésu samt til hátíðar til þess að bjóða þau sem yngri eru velkomin heim.

You may also like...